Kríunes
Kaupa Í körfu
Það er ekki amalegt útsýnið úr heimilislegri setustofunni á Kríunesi í landi Vatnsenda, sem er skemmtilegt gistihús með funda- og veitingaaðstöðu við Elliðavatn. Húsbóndinn á bænum, Björn Ingi Stefánsson, sem sjálfur hefur numið rafeindavirkjun, guðfræði erlendis og er stofnandi trúfélagsins Vegarins í Kópavogi, hefur staðið í ströngu við að byggja við og innrétta með góðra manna hjálp. Upphafið má rekja allt aftur til ársins 1992 þegar hann frétti af gömlu litlu húsi á þessum slóðum sem allt í einu var til sölu. Björn Ingi var ekki nema kvöldstund að hugsa sig um enda hafði hann um hríð verið að leita sér að náttúruperlu við borgarmörkin. Óhætt er að segja að Björn Ingi hafi náð að búa gistihemilinu sínu hlýlegan blæ, en hann hefur sérstakt dálæti á mexíkóskum stíl og hefur m.a. flutt flest húsgögnin inn frá Mexíkó og flísalagt í hólf og gólf með mexíkóskum flísum MYNDATEXTI Gestum er til dæmis boðið upp á karrífisk með hrísgrjónum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir