Ísland - Frakkland 27:31

Sverrir Vilhelmsson

Ísland - Frakkland 27:31

Kaupa Í körfu

"VIÐ lékum einfaldlega ekki nógu vel til þess að geta unnið Frakkana að þessu sinni, til þess gerðum við alltof mikið af ýmsum tæknilegum mistökum, sendingar voru slakar og gekk illa að grípa boltann, þannig getum við ekki leyft okkur að leika gegn eins sterku liðið og Frakkarnir hafa yfir að ráða," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir tapið, 27:31, fyrir Frökkum í vináttulandsleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. MYNDATEXTI: Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sækir hér að vörn Frakka í Laugardalshöll í gærkvöld. Snorri Steinn Guðjónsson fylgist spenntur með en Frakkar höfðu betur í leiknum, 31:27.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar