Ísland - Frakkland 27:31

Þorkell Þorkelsson

Ísland - Frakkland 27:31

Kaupa Í körfu

ÚTI er ævintýri. Eftir 16 leiki án taps kom að því að íslenska landsliðið í handknattleik beið ósigur. Frakkar kipptu Íslendingum niður á jörðina en þeir hrósuðu sigri, 31:27, í fyrri viðureign þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í leik þar sem Íslendingar gerðu aragrúa af mistökum og voru ekki í þeim gír sem þeir hafa verið í að undanförnu. Lærisveinar Viggós Sigurðssonar fá tækifæri til að rétta sinn hlut á morgun þegar þjóðirnar eigast við að Ásvöllum í lokaleiknum fyrir átökin á Evrópumótinu í Sviss sem hefst í næstu viku. MYNDATEXTI: Arnór Atlason sækir hér að vörn Frakka. Guðjón Valur Sigurðsson fylgist með en Luc Abalo og Joel Abati reyna að stöðva hinn unga Arnór.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar