Sruli Recht hönnuður

Sverrir Vilhelmsson

Sruli Recht hönnuður

Kaupa Í körfu

Sruli Recht starfrækir stúdíó í Melbourne í Ástralíu og fluttist til Reykjavíkur frá London skömmu fyrir jól. Hann er hönnuður að mennt og vinnur bæði sem klæðskeri og myndlistarmaður. Þrátt fyrir stutta viðdvöl hefur hann ýmislegt fyrir stafni nú þegar, er með vinnuaðstöðu í Listaháskóla Íslands; saumar eftir máli, myndskreytir fyrir nýja tónlistarútgáfu, býr til búninga fyrir leikfélag og á í viðræðum við gallerí og verslanir í miðbænum vegna innsetninga sem hann hefur hug á að vera með. Í lok mánaðarins verður hann til að mynda með innsetningu á skikkjum sem hann er að sauma eftir máli í glugga í Trilogiu við Laugaveg og einnig er á döfinni verslun með karlmannaföt. MYNDATEXTI: Sruli Recht er að sauma tvær skikkjur eftir máli fyrir íslenskt tískuáhugafólk og áformar að vera með stúdíó í Trilogiu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar