Talning sjálfstæðismanna í Kópavogi

Talning sjálfstæðismanna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í bænum á laugardaginn. Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi, náði öðru sæti og Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar, hafnaði í því þriðja. Efst kvenna í prófkjörinu varð Ásthildur Helgadóttir, verkfræðingur og knattspyrnukona, sem lenti í fjórða sæti eins og hún stefndi að, en hún kemur ný inn á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. MYNDATEXTI: Gunnar Birgisson, óskoraður leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi, fór yfir tölur með stuðningsmönnum sínum á laugardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar