Ísak AK Akranesi

Kristinn Benediktsson

Ísak AK Akranesi

Kaupa Í körfu

Kristinn Benediktsson fór í netaróður með Ísak AK til að fylgjast með störfum veiðieftirlitsmanns frá Fiskistofu í reglubundnu eftirliti á bátunum. "Í dag fer ég með bátnum og fylgist með drættinum, hvað kemur í netin og mæli síðan hvern fisk eftir hverja trossu. Í gær kom ég fyrirvaralaust á bryggjuna þegar báturinn kom inn til löndunar og mældi hvern einasta fisk í lestinni og skráði hjá mér," sagði Ingólfur Kristjánsson veiðieftirlitsmaður og bætti við að þetta væri hefðbundin eftirlitsvinna hjá Fiskistofu og væru tveir menn saman á ferðinni og skiptu á milli sín bátunum. MYNDATEXTI: Veiðar Það fást ennþá stórir þorskar í netin á Íslandsmiðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar