Ísland - Serbía/Svartfjallaland 36-31

Brynjar Gauti

Ísland - Serbía/Svartfjallaland 36-31

Kaupa Í körfu

Í grunninn var þetta mjög flottur sigur í fyrsta leik og frammistaða íslenska liðsins var betri en ég átti von á. Ég viðurkenni að það fór svolítið um mig þegar slæmi kaflinn gerði vart við sig um miðbik seinni hálfleiksins en sem betur fer hélt liðið þetta út," sagði Guðjón Árnason, "sérfræðingur" Morgunblaðsins, eftir sigur Íslendinga á Serbum, 36:31, í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Sursee í Sviss í gærkvöldi. MYNDATEXTI Róbert Gunnarsson sýndi mjög góðan leik á línunni og tóku leikmenn Serbíu/Svartfjallalands hann oft engum vettlingatökum til að stöðva hann, eins og sést á myndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar