Ísland - Serbía/Svartfjallaland 36-31

Brynjar Gauti

Ísland - Serbía/Svartfjallaland 36-31

Kaupa Í körfu

FRUMSÝNING íslenska landsliðsins í handknattleik á Evrópumeistaramótinu í Sviss í gær tókst vel og 36:31-sigur liðsins gegn Serbíu/Svartfjallalandi var mjög sannfærandi. Um tíma var munurinn á liðunum níu mörk en Íslendingar gerðu mistök í síðari hálfleik sem Serbarnir nýttu sér vel. Munurinn var aðeins þrjú mörk, 32:29, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en íslensku leikmennirnir skoruðu fjögur mörk gegn tveimur á lokakaflanum og innbyrtu gríðarlega mikilvægan sigur. MYNDATEXTI Ólafur Stefánsson náði sér vel á strik í leiknum gegn Serbum og fór oft á kostum við að hrella þá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar