Selur

Selur

Kaupa Í körfu

SELUR við smábátahöfnina í Hafnarfirði vakti mikla athygli fólks sem þar hafði safnast saman seint í gærkvöldi. Selurinn hafði skriðið upp á land og lék sér þar við fugl að sögn viðstaddra. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á staðinn til að mynda var fólkið á bak og burt og sömuleiðis fuglinn en selurinn virtist hins vegar eiga bágt með að koma sér í sjóinn. Hann tók þó á sig rögg og reyndi hvað hann gat og komst að lokum í sjóinn og synti á braut. Þetta sýnir glöggt að orð íþróttaálfsins eiga við rök að styðjast: Aldrei að gefast upp

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar