Kreditkortafölsun

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kreditkortafölsun

Kaupa Í körfu

EKKI fer mikið fyrir tækjunum sem tollgæslan á Seyðisfirði tók á þriðjudag af manni sem kom hingað til lands með Norrænu, en hægt er að nota tækin til kreditkortasvika. Alls var lagt hald á fjögur tæki. Þrjú þeirra voru send til Reykjavíkur til skoðunar og myndunar og sjást þau á meðfylgjandi myndum. Kortasvindlarar nota búnað sem þennan til þess að búa til falska framhluta á hraðbanka. Sá hluti búnaðarins sem kortum er rennt inn í les af segulrönd kortanna og safnar upplýsingum um þau á örgjörva. Þar er einnig að finna tengil fyrir niðurhalningu og aflestur. Hinn hluti búnaðarins er svo notaður til þess að lesa PIN-númer kortanna. MYNDATEXTI: Takkar með íslensku letri höfðu eins og hér má sjá verið útbúnir á þennan hluta búnaðarins, sem hald var lagt á hér á landi í vikunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar