Ísland - Serbía/Svartfjallaland

Brynjar Gauti

Ísland - Serbía/Svartfjallaland

Kaupa Í körfu

MÉR finnst allt hafa verið jákvætt hjá okkur í þessu móti, liðið lék frábæran handknattleik, auk þess sem ég er afar ánægður með hvernig var staðið að liðinu af hálfu HSÍ," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar Morgunblaðið hitti hann að máli í gærmorgun á Radisson SAS hótelinu í St. Gallen, skömmu áður en íslenska landsliðið hélt áleiðis til sína heima að loknu Evrópumeistaramótinu. Niðurstaðan hjá því var 7. sætið, næstbesti árangur sem Ísland hefur náð á þeim fjórum Evrópumótum sem það hefur tekið þátt í. MYNDATEXTI Íslenska landsliðið á EM Í Sviss - Ólafur Stefánsson, Heiðar Leví Guðmundsson, Þórir Ólafsson, Alexander Petersson, Heimur Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Arnór Atlason, Sigfús Sigurðsson, Einar Hólmgeirsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Vignir Svavarsson, Birgir Ívar Guðmundsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar