Ísland - Króatía

Brynjar Gauti

Ísland - Króatía

Kaupa Í körfu

SNORRI Steinn Guðjónsson var á hraðferð í móttökunni á Radisson SAS hótelinu í St. Gallen í gær en þar beið hann eftir því að félagar hans úr íslenska landsliðinu mættu á svæðið til þess að fara út á flugvöllinn í Zürich - en skammur tími var til stefnu og var þetta í eina skiptið á meðan Evrópumeistaramótið í handknattleik stóð yfir sem greina mátti óróleika í fari Snorra. Hann hafði áhyggjur af því að hann myndi missa af fluginu til Þýskalands en hann leikur með Minden í þýsku 1. deildinni. MYNDATEXTI Snorri Steinn Guðjónsson skorar í leik gegn Króötum. Herbergisfélagi hans, Róbert Gunnarsson, fylgist spenntur með. Þeir félagar léku mjög vel á EM í Sviss og skoruðu grimmt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar