Skák og sund

Skák og sund

Kaupa Í körfu

HRÓKURINN og Skákíþróttafélag stúdenta við Háskólann í Reykjavík hafa tekið höndum saman og ætla, í samstarfi við nokkra þjóðþekkta Íslendinga, að skora stórmeistarann Henrik Danielsen á hólm í fjöltefli. MYNDATEXTI: Helgi Hjörvar er einn þeirra sem taka mun þátt í fjölteflinu. Hér er að hann að keppa við Ásgeir Inga Ásgeirsson, formann Stúdentafélags HR. "Það var jöfn og spennandi byrjun og miðtafl, en mér tókst að hafa betur á endasprettinum," segir Helgi sem teflir í raun blindskák og fær andstæðing sinn til að færa taflmennina fyrir sig. Aðspurður segist Helgi hafa lært að tefla blindskák sem ungur strákur, löngu áður en hann vissi að hann myndi missa sjónina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar