Landnámsskálinn

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Landnámsskálinn

Kaupa Í körfu

Elstu mannvistarleifar Reykjavíkur í Aðalstræti verða Reykjavík 871±2 nefnist landnámssýningin á fornleifunum í kjallara í Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti sem opnuð verður 12. maí nk. sem liður í opnunardegi Listahátíðar í Reykjavík. Á blaðamannafundi í kjallaranum í gær var skálarústin, sem er frá upphafi 10. aldar, ásamt veggjarbrotum frá því um 870, sem eru elstu mannvirki sem til þessa hafa fundist í Reykjavík, afhjúpuð í fyrsta sinn, en framundan er forvarsla á rústunum sem gerð er með kemískum efnum sem gerir það að verkum að engum er vært í kjallaranum á meðan sú vinna fer fram. MYNDATEXTI: Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og verkefnisstjóri um menningarminjar í Aðalstræti, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs borgarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður verkefnisstjórnar, gera grein fyrir starfseminni sem þarna verður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar