Landnámsskálinn í Aðalstræti

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Landnámsskálinn í Aðalstræti

Kaupa Í körfu

Elstu mannvistarleifar Reykjavíkur í Aðalstræti verða Reykjavík 871±2 nefnist landnámssýningin á fornleifunum í kjallara í Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti sem opnuð verður 12. maí nk. sem liður í opnunardegi Listahátíðar í Reykjavík. Á blaðamannafundi í kjallaranum í gær var skálarústin, sem er frá upphafi 10. aldar, ásamt veggjarbrotum frá því um 870, sem eru elstu mannvirki sem til þessa hafa fundist í Reykjavík, afhjúpuð í fyrsta sinn, en framundan er forvarsla á rústunum sem gerð er með kemískum efnum sem gerir það að verkum að engum er vært í kjallaranum á meðan sú vinna fer fram. MYNDATEXTI: Til þess að forverja minjarnar verður efnablöndunni tetraethylsilicat hellt yfir rústirnar, en efnið samanstendur af steinefnum, kísil og etanól. Hefur efnið þau áhrif að gera rústirnar, sem samanstanda af sandi, vatni og lofti, steingerðar sem gerir það að verkum að torfið í rústunum geti varðveist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar