Danskeppni

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Danskeppni

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í standarddönsum og gömlu dönsunum fór fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 5. febrúar. Það var mótanefnd Dansíþróttasambands sem stóð fyrir mótinu. Fimm erlendir dómarar dæmdu í mótinu. Dagskráin hófst á keppni í samkvæmisdönsum sem var Íslandsmeistaramót í standarddönsum með frjálsri aðferð og keppni í grunnsporum. Mótið hófst með innmarsi keppenda og fánahyllingu. Það var svo Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari sem flutti ávarp og setti mótið. MYNDATEXTI Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir Íslandsmeistarar Seniorar í standarddönsum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar