Þorrablót í leikskólanum

Gunnar Kristjánsson

Þorrablót í leikskólanum

Kaupa Í körfu

Grundarfjörður | Það er orðin hefð við Leikskólann Sólvelli í Grundarfirði að halda þorrablót fyrir leikskólanema og er þá foreldrum boðið til blótsins með börnunum. Áður en borðhald hefst flytja nemendur Leikskólans skemmtiatriði en að þeim loknum gæða allir viðstaddir sér á þorramatnum. Það var þröng á þingi í Leikskólanum sl. miðvikudag þegar boðið var til hins árlega þorrablóts. Börnin biðu spennt eftir að byrja á matnum og sumir hökkuðu í sig hákarlinn meðan aðrir létu rófustöppuna nægja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar