300 þúsundasti Íslendingurinn Andrés Kristinn Haraldsson

Svanhildur Eiríksdóttir

300 þúsundasti Íslendingurinn Andrés Kristinn Haraldsson

Kaupa Í körfu

"Þetta á nú sjálfsagt ekki eftir að breyta neinu fyrir hann, verður bara gaman fyrir hann seinna meira að sjá allt umstangið í kringum fæðinguna," sagði Erla María Andrésdóttir móðir þrjúhundruðþúsundasta Íslendingsins í samtali við Morgunblaðið. Drengnum var á sunnudag gefið nafnið Andrés Kristinn í höfuðið á móðurafa sínum. MYNDATEXTI: Tímamótabarn Andrés Kristinn heitir 300 þúsundasti Íslendingurinn, í höfuðið á móðurafa sínum. Þrátt fyrir veikindi fyrstu dagana hefur hann braggast vel. Fjölmiðlafárið fór að mestu framhjá honum. Hér er hann með foreldrum sínum Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldi Arnarsyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar