Átta konur

Brynjar Gauti

Átta konur

Kaupa Í körfu

Æfingar á verkinu Átta konur eru hafnar hjá Þjóðleikhúsinu en verkið verður frumsýnt í lok marsmánaðar. Í þessu fjöruga verki er það fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mágkona, gráðug tengdamamma, dularfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka sem knýja fjöruga atburðarás áfram. Og er sú áttunda bætist í hópinn getur allt gerst. Leikstjórinn, Edda Heiðrún Backman, sést hér í hópi þeirra á samlestri fyrir skömmu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar