Kúbufólk á Grand Hótel

Kúbufólk á Grand Hótel

Kaupa Í körfu

ALEIDA Guevara, dóttir Che Guevara, sem stödd var í heimsókn hér á landi í gær og í fyrradag, sat á miðvikudag kvöldverðarboð á Grand hóteli í boði ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar, sem styrkti komu hennar hingað til lands, en skrifstofan hefur undanfarin ár staðið fyrir ferðum til Kúbu. Guevara kom hingað til lands fyrir tilstilli vinafélags Íslands og Kúbu, en hún heimsækir nú Norðurlöndin í boði Vináttufélaga Kúbu í þessum löndum. MYNDATEXTI: Aleida Guevara, fyrir miðju í fremri röð, ásamt hópi áhugamanna um Kúbu, sem snæddu með henni kvöldverð á Grand hótel í fyrrakvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar