Sýning blaðaljósmyndara opnuð í Gerðarsafni

Sýning blaðaljósmyndara opnuð í Gerðarsafni

Kaupa Í körfu

LJÓSMYNDARAR og blaðamaður Morgunblaðsins sópuðu að sér viðurkenningum þegar veitt voru verðlaun fyrir bestu blaðaljósmyndir og blaðamennsku ársins 2005 hjá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands og Blaðamannafélagi Íslands. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók Mynd ársins 2005, "Ógnarölduna", og fékk einnig viðurkenningu fyrir Myndröð ársins 2005 frá hamfarasvæðum í SA-Asíu eftir flóðbylgjuna miklu á annan dag jóla 2004. Þorkell hóf störf við frétta- og blaðaljósmyndun á Morgunblaðinu 1985 en lét nýlega af störfum og hvarf til náms erlendis. Ragnar Axelsson tók fréttamynd ársins 2005, "Í skugga Davíðs", sem sýnir þegar Davíð Oddsson kvaddi á landsfundi sjálfstæðismanna í Laugardalshöll. Ragnar hefur verið ljósmyndari á Morgunblaðinu frá 1976 og fengið á þriðja tug viðurkenninga á sýningum Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sem hófust 1991. Hann hefur einnig hlotið margar viðurkenningar erlendis, t.d. Oskar Barnack verðlaunin 2001 og aðalverðlaun Festival Photo de Mare í Frakklandi 2003. MYNDATEXTI Þorvaldur Örn Kristmundsson og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skoða mynd Ragnars Axelssonar sem valin var Fréttamynd ársins 2005.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar