Bifreið lenti á kafi í Elliðaánum

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bifreið lenti á kafi í Elliðaánum

Kaupa Í körfu

TVEIR piltar voru fluttir á slysadeild eftir að bíll þeirra lenti út í Elliðaárnar við Geirsnefið í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöld. Piltarnir komust af sjálfsdáðum úr bílnum, sem var á kafi í ánni. Meiðsl þeirra voru ekki alvarleg, en þeim var nokkuð kalt og þeir voru fluttir á slysadeild. Lögregla og sjúkralið voru kvödd á staðinn og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru á staðinn til að koma fyrir böndum á bílnum sem var hífður upp rétt fyrir miðnætti. Ástæður þess að bíllinn lenti úti í ánni eru ekki kunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar