Að leik í Hafnarfirði

Sverrir Vilhelmsson

Að leik í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Þessir ungu Hafnfirðingar notuðu góða veðrið og brugðu á leik við Hafnarfjarðarkirkju. Kannski eru þarna upprennandi knattspyrnumenn á ferð, en eins og kunnugt er eru Hafnfirðingar með besta knattspyrnulið á Íslandi í dag. Til að halda þeirri stöðu er nauðsynlegt að æfa bæði vel og lengi. Hver tilgangurinn með þessari æfingu er nákvæmlega liggur kannski ekki fyrir, en það skiptir ekki öllu máli. Það er líka nauðsynlegt að kunna að njóta lífsins í góðra vina hópi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar