Freyja

Sverrir Vilhelmsson

Freyja

Kaupa Í körfu

Þegar fyrstu skrefin út í lífið eru tekin virkar heimurinn vissulega stór og framandi. Það sem okkur mannfólkinu finnst hversdagslegt og óspennandi getur verið mjög forvitnilegt í augum lítils hvolps. Hún Freyja litla sem gekk ásamt eiganda sínum um Austurvöll virti hvorki fyrir sér Alþingishúsið né styttuna af Jóni Sigurðssyni. Hins vegar heillaði rytjulegur gróðurinn meðfram gangstéttinni hana. Til að kanna málið nánar er auðvitað ekkert annað að gera en að bragða á. Þó að hundar séu kjötætur hinar mestu virtist Freyja nokkuð sátt með grænmetisfæðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar