Bolludagur

Bolludagur

Kaupa Í körfu

Ef að líkum lætur verða Íslendingar drjúgir við bolluát á næstu dögum því hinn árvissi bolludagur er í nánd næstkomandi mánudag. Bakarar treysta sér ekki til að áætla hve mörgum bollum landinn mun sporðrenna, en samkvæmt könnun, sem gerð var á bolluáti landsmanna fyrir fáeinum árum, má ætla að hvert mannsbarn gleypi í sig þrjár bollur að meðaltali. Karlpeningurinn virðist mun iðnari við bolluátið en kvenkynið því um 10% karla kváðust fá sér tíu bollur eða fleiri en 4% kvenna sögðust neyta sama magns. MYNDATEXTI Þau Hjördís Bára Hjartardóttir, Andri Þór Grétarsson, Guðrún Diljá Ketilsdóttir, Andrea Rán Ragnarsdóttir, Agla Þórunn Hjartardóttir og Sandra Rún Grétarsdóttir, nemendur í Snælandsskóla, tóku forskot á sæluna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar