Álög

Reynir Sveinsson

Álög

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Einstaklingur hefur sótt um og fengið vilyrði bæjaryfirvalda fyrir lóð fyrir gistihús í Sandgerði. Það verður byggt upp í áföngum og stefnt að opnun á næsta ári. "Þetta hefur verið draumur minn í nokkur ár, eða alveg frá því ég var þátttakandi í rekstri hvalaskoðunarskipsins Moby Dick. Þá vorum við með hugmyndir um uppbyggingu í Keflavík en þær þóttu of stórtækar. Nú hef ég fengið byr í seglin og byggi upp í Sandgerði," segir Davíð Þór Ólafsson vélstjóri sem vinnur að undirbúningi byggingar gistihússins. Lóðin er við Sandgerðisveg, við aðkomuna til bæjarins. MYDATEXTI Álög Nýtt gistiheimili í Sandgerði verður skammt frá Álögum, listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur, sem stendur við innkeyrsluna til bæjarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar