Átak gegn brjóstakrabba

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Átak gegn brjóstakrabba

Kaupa Í körfu

Í þessum mánuði fer fram árlegt árveknisátak um brjóstakrabbamein. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræðir við tvo hjúkrunarfræðinga sem kynnst hafa sjúkdómnum bæði í starfi og af eigin raun. MYNDATEXTI: Ráðhús Reykjavíkur var lýst upp í bleikum lit í byrjun mánaðarins, í tengslum við árlegt átak til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Ár hvert greinast 160 til 170 íslenskar konur með sjúkdóminn, en þar af er nær helmingur á aldrinum 30 til 60 ára. Hér á landi eru konur boðaðar í brjóstamyndatöku annað hvert ár frá 40 ára aldri, en rannsóknir benda til þess að með því megi lækka dánartíðni verulega. Nú geta um 80% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur. Tíunda hver kona á Íslandi á á hættu að fá sjúkdóminn. Upplýsingar um brjóstakrabbamein og árveknisátakið má finna á vefnum www.bleikaslaufan.is.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar