Tilraunasamningur

Tilraunasamningur

Kaupa Í körfu

Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur undirritað tilraunasamninga um rekstur greiðslu- og eftirlitskerfa, sem gerir ökumönnum kleift að greiða með farsíma í stað myntar í gjaldskyld bílastæði borgarinnar. Fyrirtækin tvö sem samið er við eru Farsímagreiðslur ehf. og Góðar lausnir ehf. sem munu alfarið sjá um rekstur þjónustunnar og innheimta tímagjald Bílastæðasjóðs sem rennur óskert til sjóðsins. Að auki mun rekstraraðili innheimta kostnað vegna þjónustunnar hjá viðskiptavinum sínum. MYNDATEXTI: Frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Farsímagreiðslnar, Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, Magnús Salberg, framkvæmdastjóri Farsímagreiningar, Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar, Jón Smári Einarsson og Guðjón Halldórsson frá Góðum lausnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar