Verðlaunahafar í handritssamkeppni Lestrarmenningar

Morgunblaðið/Svanhildur

Verðlaunahafar í handritssamkeppni Lestrarmenningar

Kaupa Í körfu

Það kemur mér ekki á óvart að Reykjanesbær skuli standa að slíku verkefni. Þetta er elítubær og mikil uppsveifla í bænum. Maður sér það á allri fjölmiðlaumræðunni," sagði Þorgrímur Þráinsson rithöfundur þegar hann tók í gær á móti verðlaunum í handritssamkeppni Lestrarmenningar í Reykjanesbæ. Ingibjörg Möller, annar verðlaunahafa, sagði framtakið lofsvert og að hún vonaðist til að sem flest sveitarfélög á landinu tækju það til eftirbreytni. Bæði Ingibjörg og Þorgrímur hafa áður unnið í handritssamkeppnum, fengu t.a.m. Íslensku barnabókaverðlaunin með árs millibili, 1996 og1997. MYNDATEXTI: Rithöfundar Verðlaunahafar í handritssamkeppni Lestrarmenningar eru báðir höfundar með fortíð. Þorgrímur Þráinsson er hér með dóttur sinni, Kolfinnu, og Ingibjörg Möller með barnabarn sitt, Jónu Diljá Jóhannsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar