Nýlistasafnið Franz Graf

Nýlistasafnið Franz Graf

Kaupa Í körfu

MYNDLIST - Nýlistasafnið AUSTURRÍSKI myndlistarmaðurinn Franz Graf er einn hinna margrómuðu Íslandsvina. Hann hefur sýnt hér nokkrum sinnum á síðastliðnum 10 árum og tekið fáeina Íslendinga í læri í Austurríki. Graf sýnir þessa dagana í Nýlistasafninu, en þar sýndi hann áður árið 1998. Sýningin nefnist Flagg/Love my dreams og er innsetning í innra rými safnsins með ljósmyndum, teikningum, veggmyndum, textaverkum og skúlptúr. MYNDATEXTI: Frá sýningu Franz Graf í Nýlistasafninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar