Öskudagur í Kringlunni

Brynjar Gauti

Öskudagur í Kringlunni

Kaupa Í körfu

Við fórum á stjá á öskudaginn og hittum nokkra hressa krakka. Flestir krakkar sem við rákumst á voru í glæsilegum búningum, með litað hár og máluð andlit. Þeir búningar sem óneitanlega vöktu athygli okkar voru þeir heimatilbúnu sem krakkarnir höfðu annaðhvort gert alveg sjálf eða fengið aðstoð frá eldri fjölskyldumeðlimum. MYNDATEXTI: Innan um fjöldann allan af krökkum sem höfðu klætt sig upp sem drakúla eða Silvía Nótt sáum við föla og skelfilega múmíu. Við ræddum við múmíuna sem reyndist vera hann Þorvaldur Skúli, 8 ára strákur úr Laugarnesskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar