Öskudagur í Kringlunni

Brynjar Gauti

Öskudagur í Kringlunni

Kaupa Í körfu

Við fórum á stjá á öskudaginn og hittum nokkra hressa krakka. Flestir krakkar sem við rákumst á voru í glæsilegum búningum, með litað hár og máluð andlit. Þeir búningar sem óneitanlega vöktu athygli okkar voru þeir heimatilbúnu sem krakkarnir höfðu annaðhvort gert alveg sjálf eða fengið aðstoð frá eldri fjölskyldumeðlimum. MYNDATEXTI: Sigrún Linda, Ólöf Marý, Guðný og Vala Rún voru fríkusar á öskudaginn. Við vorum nú ekki alveg viss um hvað það væri að vera fríkus en stelpurnar voru fljótar að útskýra fyrir okkur að fríkusar væru fríkaðir einstaklingar í flippuðum fötum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar