Hve glöð er vor æska

Hve glöð er vor æska

Kaupa Í körfu

FEÐRAORLOF gerir starfsmenn að betri starfskröftum, ekki síst þar sem ábyrgðartilfinning þeirra í starfi og öryggisvitund virðist aukast í samræmi við aukna ábyrgð heima fyrir. Lykilatriði er að stjórnendur fyrirtækja gangi fram með góðu fordæmi og fari sjálfir í feðra- eða fæðingarorlof, bæði til þess að skilningur þeirra á ábyrgð og stöðu annarra aukist en einnig til þess að vera undirmönnum góð fyrirmynd. Þetta kom fram í máli Rannveigar Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, á ráðstefnunni Hve glöð er vor æska? sem haldin var á föstudag fyrir fullum sal á Grand Hótel. MYNDATEXTI: Ráðstefnan Hve glöð er vor æska? var haldin á föstudag fyrir fullum sal. Meðal frummælenda voru Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, Björn Ingi Hrafnsson, formaður nefndar um stöðu íslensku fjölskyldunnar, og Jón Torfi Jónasson prófessor. Með þeim á myndinni er Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem stýrði pallborðsumræðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar