Hús og hjón við Ægisíðu 66 ásamt grásleppuskúr

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hús og hjón við Ægisíðu 66 ásamt grásleppuskúr

Kaupa Í körfu

Mikil gróska hefur verið í nýbyggingum víða um land undanfarin misseri og ljóst að margir hafa skipt um íbúð. Fólk er enda alltaf að flytja, eins og einhver sagði, en það á þó ekki við um hjónin Ingu Jóelsdóttur og Björn Guðjónsson sem giftu sig 1942 og hafa síðan búið saman á sama blettinum við Ægisíðuna í Reykjavík. Hann reyndar lengur því hann fæddist þar fyrir nær 85 árum. MYNDATEXTI: Björn Guðjónsson og Inga Jólesdóttir búa við Ægisíðuna beint fyrir ofan spilið hans og vinnuskúrinn. Bjarni, bróðir hans, byggði húsið við hliðina og þangað flutti móðir þeirra líka en fjölskyldan fékk þessar tvær lóðir fyrir jörðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar