Breytingar á ríkisstjórn Íslands 2006

Sverrir Vilhelmsson

Breytingar á ríkisstjórn Íslands 2006

Kaupa Í körfu

Siv Friðleifsdóttir settist á ný í ríkisstjórn í gær og tók við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Jón Kristjánsson flutti sig um set og tók við félagsmálaráðuneytinu af Árna Magnússyni, sem baðst lausnar frá embætti. MYNDATEXTI: Breytingar á ríkisstjórn Íslands voru staðfestar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Hér sést ný ríkisstjórn ásamt forseta Íslands. F.v.: Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Einar Kr. Guðfinnsson, Árni M. Mathiesen, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason, Guðni Ágústsson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Sturla Böðvarsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var fjarverandi. *** Local Caption *** Breytingar á ríkisstjórn Íslands voru staðfestar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Þar baðst Árni Magnússon lausnar frá embætti félagsmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir var sett í embætti heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Jón Kristjánsson tók við embætti félagsmálaráðherra. Á myndinni sést ný ríkisstjórn á Bessastöðum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar