Neskaupstaður

Kristinn Benediktsson

Neskaupstaður

Kaupa Í körfu

Í vetur var auglýst eftir áhugasömum húsbyggjendum í nýtt hverfi, Bakka 2 eða Bakkabakka í Neskaupstað, og var áhugi langt umfram væntingar. Auglýstar voru 7 lóðir og bárust mörg tilboð í flestar þeirra, bæði frá byggingaverktökum og einstaklingum, svo grípa varð til þess ráðs að draga úr umsóknum hver hlyti hvaða lóð. Með þessari aðferð varð sú niðurstaða sem allir undu við en verð fyrir allar lóðirnar mun hafa verið líkt og verð einnar lóðar í Reykjavík á dögunum. MYNDATEXTI Fjölbýlishúsið Steinninn í Neskaupstað stendur upp af gömlu höfninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar