Arnar Þór Viðarsson

Arnar Þór Viðarsson

Kaupa Í körfu

Arnar Þór Viðarsson var um síðustu áramót sá Íslendingur sem hafði leikið lengst samfleytt með erlendu félagsliði af þeim sem nú vinna fyrir sér með því að sparka fótbolta. Hann hafði verið í herbúðum belgíska félagsins Lokeren frá árinu 1997, gegnt fyrirliðastöðunni þar í ein fjögur ár og misst úr sárafáa leiki undanfarin sjö ár. En síðan gerðust hlutirnir hratt í byrjun nýs árs og Arnar var skyndilega orðinn leikmaður með hollenska félaginu Twente. MYNDATEXTI: Arnar Þór Viðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með hollenska liðinu Twente.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar