Íþróttamaður Húsavíkur

Hafþór Hreiðarsson

Íþróttamaður Húsavíkur

Kaupa Í körfu

Húsavík | Kjöri á íþróttamanni Húsavíkur, fyrir árið 2005, var lýst í íþróttahöll bæjarins á dögunum. Að venju hafði Kiwanisklúbburinn Skjálfandi veg og vanda af kjörinu, eftir að deildir innan Íþróttafélagsins Völsungs ásamt öðrum íþróttafélögum bæjarins, höfðu tilnefnt íþróttamenn í hverri grein. Alls voru 14 íþróttamenn tilnefndir. Stefán Jón Sigurgeirsson skíðamaður var valinn Íþróttamaður Húsavíkur. Í öðru sæti varð Berglind Kristjánsdóttir, sem var frjálsíþróttamaður ársins í eldri flokki, og þriðja varð Selmdís Þráinsdóttir frjálsíþróttamaður ársins í yngri flokki. Bocciamaðurinn Matthías Erlendsson hlaut Hvatningarbikar Íþróttafélags fatlaðra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar