Fyrsta hjálp á heimskautsbaug

Helga Mattína Björnsdóttir

Fyrsta hjálp á heimskautsbaug

Kaupa Í körfu

Alls staðar og alltaf er mikilvægt að rifja upp með góðra og fróðra manna hjálp, fyrstu handtök, viðbrögð og endurlífgun ef slys ber að höndum. En hvergi er það þó mikilvægara en á eyju þar sem þarf að nota flugvél til þess að komast á bráðavakt ef illa fer. Þannig er málum einmitt háttað hjá okkur í Grímsey. Það var því kærkomið að fá Snorra Dónaldsson lækni hingað með námskeið í fyrstu hjálp og leiðsögn við notkun hjartastuðtækis og súrefnistækis. Snorra aðstoðaði á námskeiðinu Guðný Jónsdóttir sambýliskona hans og læknanemi á 5. ári. Grímseyingar létu sig ekki vanta til Snorra læknis, þó mikið væri að gera. En hér hefur verið einmuna tíð og sjórinn sóttur fast. Því öll vitum við, að rétt og örugg handtök á ögurstundu geta skipt sköpum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar