Goðamót í 5. flokki

Skapti Hallgrímsson

Goðamót í 5. flokki

Kaupa Í körfu

Annað mótið af þremur í Goðamótsröð Þórs á Akureyri fór fram um helgina. Nú voru það leikmenn 5. flokks sem mættu í Bogann, alls rúmlega 500 strákar hvaðanæva af landinu en 50 aðrir sátu heima vegna flensu. Fylkismenn úr Reykjavík sigruðu bæði í keppni A-liða og B-liða, og Breiðablik úr Kópavogi í keppni C-, D- og E-liða. Fylkir sigraði Þrótt úr Reykjavík í úrslitaleik A-liða og Leikni frá Fáskrúðsfirði í úrslitum B-liðakeppninnar. Breiðablik lagði heimamenn í Þór á úrslitum C-liða og Fram frá Skagaströnd í úrslitaleik D-liðanna. Breiðablik sigraði einnig í keppni E-liða. Fyrsta Goðamót ársins fór fram fyrir rúmum hálfum mánuði þegar 4. og 5. flokkur stúlkna kepptu og eftir hálfan mánuð verður síðasta mót vetrarins þegar 6. flokkur drengja verður í sviðsljósinu í Boganum. MYNDATEXTI Frá kvöldvökunni í Boganum á laugardagskvöldið þegar leikmenn sigruðu þjálfara og fararstjóra örugglega í reiptogi. Hlynur Eiríksson kvöldvökustjóri er til vinstri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar