Plötusteypa

Jónas Erlendsson

Plötusteypa

Kaupa Í körfu

Mýrdalur | Sæmilega hefur viðrað til húsbygginga í Vík í Mýrdal í vetur og þessa dagana mætti halda að vorið væri komið, hitamælirinn hefur sýnt níu til tíu gráður hvað eftir annað. Nú eru fjögur hús í byggingu í Mýrdal. Samkvæmt upplýsingum Sveins Pálssonar sveitarstjóra eru tvö íbúðarhús nýlega fokheld, eitt að verða fokhelt og byrjað er á sökklum þess fjórða. Myndin var tekin af því ati, Óðinn Gíslason var að steypa grunnplötu undir hús sitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar