Slökkviliðsæfing

Skapti Hallgrímsson

Slökkviliðsæfing

Kaupa Í körfu

Akureyri | Tilkynnt var um alvarlegt bílslys á Krossanesbraut á Akureyri í gærdag, árekstur tveggja bifreiða, og hafði önnur þeirra farið fram af klettum og hafnað úti í sjó. Sem betur fer var um æfingu að ræða, hluti af námi atvinnuslökkviliðsmanna, og tóku þátt í henni menn úr Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þær hafa síðustu daga verið við svonefndar útkallsæfingar þar sem þeim er falið að leysa margvísleg verkefni. Verkefnið á Krossanesbrautinni var leyst með stakri prýði, en nota þurfti bát til að komast að öðrum bílnum og beita klippum til að ná ökumanni úr hinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar