Honda Accord

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Honda Accord

Kaupa Í körfu

ÞAÐ voru talsverð umskipti þegar Honda kynnti nýjan Accord síðla árs 2002. Bíllinn var stórlega breyttur og honum greinilega ætlað nýtt hlutverk. Áður hafði hann verið fremur hátt verðlagður miðað við keppinauta en frá og með nýju gerðinni keppti hann við helstu sölubílana í D-stærðarflokki, þ.e. Ford Mondeo, Mazda6, VW Passat og Toyota Avensis. Það sem Accord hafði helst til síns ágætis var fremur nútímaleg hönnun á yfirbyggingu og frískar bensínvélar. MYNDATEXTI Breytingarnar eru ekki miklar á Accord en þó er nýtt grill á bílnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar