KR - Snæfell 68:71

Sverrir Vilhelmsson

KR - Snæfell 68:71

Kaupa Í körfu

SEGJA má að Hólmarar hafi farið lengri leiðina fyrir Nesið er þeir sóttu KR heim í Vesturbæinn í fyrri eða fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir byrjuðu vel en misstu dampinn um tíma og um leið forskotið en náðu engu að síður að finna fjölina á ný og sigra 71:68 eftir spennuþrungnar lokamínútur. Næsti leikur liðanna verður í Stykkishólmi á laugardaginn. KR-ingar eru komnir með bakið upp við vegg en munu eflaust selja sig dýrt. MYNDATEXTI Herbert Arnarson, þjálfari KR, gefur mönnum sínum skipanir. *** Local Caption *** Körfubolti karla

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar