Silvía Nótt

Morgunblaðið/Brynjar Gauti

Silvía Nótt

Kaupa Í körfu

TÍUNDI áratugurinn er hinn nýi níundi áratugur," kvað vera þema myndbandsins við lagið "Til hamingju Ísland" en tökur á myndbandinu fóru fram í Loftkastalanum á miðvikudag. Litadýrð búninganna mun vera mikil og allt að því blindandi. Eins og alþjóð er kunnugt er það Silvía Nótt sem flytur lagið í Evróvisjónkeppninni sem fram fer í Aþenu hinn 18. maí næstkomandi og þá fæst úr því skorið hvort framlag Íslendinga kemst áfram í lokakeppnina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar