Sævar Freyr Þráinsson

Sverrir Vilhelmsson

Sævar Freyr Þráinsson

Kaupa Í körfu

Skagamaðurinn Sævar Freyr Þráinsson er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Þegar vinnu er lokið þykir Sævari fátt skemmtilegra en að elda góðan mat og fara á völlinn og sjá lið sitt, ÍA, leika. MYNDATEXTI: Skagamaður Þeir koma margir efnilegir af Skaganum í viðskiptalífið í borginni og einn þeirra er Sævar Freyr Þráinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Með lítinn útimarkað á unglingsárum Sævar Freyr er fæddur á Akranesi árið 1972 þar sem hann ólst jafnframt upp. Hann gekk til Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist þaðan af viðskipta- og hagfræðibraut. Með skólanum starfaði Sævar í Bíóhöllinni á Akranesi og í fyrirtæki föður síns, sem er framleiðslufyrirtæki á Skaganum. Eftir útskrift úr fjölbraut árið 1991 flutti Sævar svo til Reykjavíkur og hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Fjórum árum síðar útskrifaðist hann með cand. oecon.-gráðu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar