Gunnar Þórðarson - Brynjólfsmessa

Gunnar Þórðarson - Brynjólfsmessa

Kaupa Í körfu

UNNIÐ er að undirbúningi Brynjólfsmessu, í minningu Brynjólfs Sveinssonar, en 400 ár eru frá fæðingu Brynjólfs. Gunnar Þórðarson samdi messuna og stóðu yfir æfingar í Grafarvogskirkju í gærkvöldi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Texti messunnar er á latnesku og nefnast kaflarnir Kyrie, Gloria, Credo, Canctus, Benedictus og Agnus dei og síðasti kaflinn er eftir Brynjólf sjálfan og nefnist Virgo diva, að sögn Gunnars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar