Tone Olaf Nielsen sýningarstjóri

Brynjar Gauti

Tone Olaf Nielsen sýningarstjóri

Kaupa Í körfu

DAG verður opnaður fyrsti hluti hins víðtæka sýningarverkefnis Rethinking Nordic Colonialism í Reykjavík. Fyrir þessari sýningu stendur Norræn miðstöð nútímalistar (NIFCA) og taka tíu listamenn, fræðimenn og aðgerðasinnar frá Íslandi, Grænlandi, Svíþjóð, Trínidad, Tansaníu, Indlandi og Bandaríkjunum þátt í þriggja vikna sýningu og fjögurra daga smiðju. Í sameiningu munu þau skyggnast inn í gleymda sögu norrænnar nýlendusögu og ræða um hvernig þessi saga heldur áfram að hafa áhrif á innviði norrænna samfélaga í dag. Þessi fyrsti hluti fer fram í Nýlistasafninu og ReykjavíkurAkademíunni og markar upphafið á þessu verkefni sem er í fimm hlutum. Síðari hlutar verkefnisins fara fram á Grænlandi, í Færeyjum og í Samahéruðum Finnlands á tímabilinu apríl til júlí í ár. MYNDATEXTI Tone Olaf Nielsen sýningarstjóri segir listamennina sýna ólík verk um nýlendusögu Norðurlandanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar