Aflabrögð

Alfons Finnsson

Aflabrögð

Kaupa Í körfu

SKIPVERJARNIR Oddur Brynjarsson, Halldór Kristmundsson, Vilhjálmur Birgisson og Þór Kristmundsson á dragnótarbátnum Steinunni SH frá Ólafsvík, réðu sér ekki fyrir kæti þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Voru þeir að landa um 45 tonna afla en þá höfðu þeir fengið um 90 tonn á tveimur dögum. Það sem af er mánuðinum hefur Steinunn landað um 400 tonnum. Aflinn sem skipverjarnir eru að landa á myndinni náðist í fjórum hölum og voru um 60% aflans stór og góður þorskur en hinn hluti aflans ýsa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar