Hraðamælir

Skapti Hallgrímsson

Hraðamælir

Kaupa Í körfu

BROSKALL myndast á nýjum hraðaskynjara þegar ökumenn aka hjá á löglegum hraða. Þetta nýja tæki, hraðaskynjarinn, hefur nú verið tekið í notkun á Akureyri, það mælir hraða ökutækja og gefur ökumönnum til kynna hvort ekið hafi verið of hratt eða ekki. Það eru Sjóvá, Vegagerðin, Akureyrarbær og Lögreglan á Akureyri sem gert hafa með sér samkomulag um kaup og notkun þessa tækis í þeim tilgangi að auka öryggi í umferð í bænum MYNDATEXTI Hraðaskynjari Þess er vænst að nýr hraðaskynjari sem tekinn hefur verið í notkun á Akureyri muni leiða til þess að ökumenn dragi úr hraðanum. Á myndinni eru frá vinstri: Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður, Birgir Guðmundsson frá Vegagerðinni, Jón Birgir Guðmundsson frá Sjóvá-Almennum og þeir Jónas Vigfússon og Ármann Jóhannsson frá Akureyrarbæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar